Fáir Íslendingar snúa aftur til vinnu eftir að þeim hefur verið metin örorka. Sigurður Thorlaciusar tryggingayfirlæknir og Tryggvi Þórs Herbertsson hagfræðingur hafa kannað stöðu þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á árinu 1992. Niðurstaða þeirra er sú að fáir öryrkjar snúa aftur til starfa.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað verður um þá sem metnir eru til örorku á Íslandi. Könnuð var staða þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á árinu 1992 í örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins 30. nóvember 2003. Kannað var hvort þeir væru enn öryrkjar eða hefðu látist, orðið ellilífeyrisþegar eða fallið af örorkuskrá af öðrum orsökum.
Niðurstöðurnar eru þær að á árinu 1992 voru 725 Íslendingar metnir til örorku, 428 konur og 297 karlar. Tólf árum síðar, eða 30. nóvember 2004, höfðu 434 úr hópnum fallið af örorkuskrá, 240 konur og 194 karlar. Langflestir höfðu fallið af skránni vegna þess að þeir höfðu sest í helgan stein eða dáið, að meðaltali 88% kvenna og 91% karla á ári. Einungis 12% kvenna og 9% karla höfðu af öðrum orsökum horfið af örorkuskrá og komið að öllum líkindum aftur inn á vinnumarkað.
Dregin er sú ályktun að fáir Íslendingar snúa aftur til vinnu eftir að þeim hefur verið metin örorka. Höfundarnar telja að skoða þurfi hvað hægt sé að gera til að breyta þessu, svo sem með starfsendurhæfingu, aðgerðum til að örva atvinnurekendur til að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu og endurskoðun tekjutengingar örorkubóta.
Sjá meðfylgjandi könnun í Læknablaðinu.