Erlendir markaðir ársins 2010: Nær útlokað að tapa fjármunum!

Það var nær útilokað að tapa fé í markaðsviðskiptum liðins árs. Í árslok höfðu ríkisskuldabréf, hlutabréf á bæði nýjum og upprennandi mörkuðum, hrávara og vogunarsjóðir skilað jákvæðum niðurstöðum, auk þess sem Bandaríkjadalur, evran og sterlingspundið voru öll á svipuðum slóðum og í ársbyrjun. Árið bauð engu að síður upp á áhugaverðar en þó nokkuð snúnar ákvarðanir, ekki síst hvað ríkisskuldabréf varðar.

 

Ríkisskuldir á evrusvæðinu höfðu umtalsverð áhrif á gengi þeirra og sama má segja um smáskammtalækningar í formi peningaprentunar (quantitative easing - QE) um heim allan. Árið hófst með því að Bill Gross, upplýsingastjóri PIMCO, varaði við því að að sprenging gæti orðið í gulltryggðum breskum ríkisskuldabréfum og ekki er ólíklegt að við höfum séð skuldabréfamarkað undanfarinna þriggja áratuga toppa síðla sumars.

Árið 2010 hófst með 3,85% og lauk með 3,30% ávöxtunarkröfu á bandarískum tíu ára ríkisskuldabréfum en snemma í október fór þessi tala lægst, eða í 2,41%, í framhaldi af fjármálakreppunni á evrusvæðinu síðastliðið vor. Ávöxtunarkrafan á þýskum ríkisskuldabréfum til tíu ára féll jafnt og þétt frá 3,9% alla leið niður í 2,9% í lok ágústmánaðar áður en seljendur komu henni upp í 2,91% í árslok. Ávöxtunarkrafan á breskum gulltryggðum ríkisskuldabréfum féll úr 4,12% þann 1. janúar 2010 allt niður í 2,92% í lok ágústmánaðar en stóð um áramótin í 3,51%.

 
Álitsgjafar voru sammála um að skuldabréfamarkaðurinn væri bjartsýnismarkaður og mikil sala þrýsti öllum þremur viðmiðunum upp þannig að hápunktur náðist þann 15. desember. Síðasta hálfa mánuð ársins komu kaupendur til skjalanna á ný, þrátt fyrir stöðugt jákvæðari fréttir af stöðu mála, bæði hvað varðar þjóðhagfræðilegt samhengi og gengi fyrirtækja.

 
Margir losuðu sig við bréf á fjórða ársfjórðungi en það styrkti þá sem hafa trú á áframhaldandi verðbólgu. Verðbólguálagið í Bandaríkjunum stefndi stöðugt upp á við frá lægsta punkti, 1,49% í ágústmánuði, til ársloka en þó án þess að fara upp fyrir hápunktinn 2,25% frá 24. apríl, áður en í ljós kom hve slæmt ástandið á evrusvæðinu var í raun.

 
Allt þetta sýnir að árið 2010 var áfram hviklynt tímabil hvað ríkisskuldabréf varðar.
Merrill Option Volatility Estimate vísitalan (MOVE) hjá Merrill Lynch er vegin vísitala ávöxtunarferils undirskilins óstöðugleika á bandarískum ríkisskuldabréfum til eins mánaðar og því eins konar „óttavísitala“ (VIX) fyrir ríkisskuldabréf. Hún náði aldrei hæstu mælingu allra tíma, 246,60 stig frá 11. október 2008, og ekki einu sinni toppnum frá því í júní 2009, 190,30 stigum.

 
Hafi sá atburður á öðrum ársfjórðungi 2009 virst vera afleiðing af fyrstu atrennu peningaprentunar (QE1), ætti ekki að koma á óvart að MOVE hafi hækkað úr 75,90 í lok júlí 2010 í hápunktinn 125,5 þann 15. desember þegar arðsemi lækkaði umtalsvert vegna annarrar atrennu peningaprentunar (QE2).

 
Gjaldmiðlarnir þrír fylgdu svipuðu ferli hviklyndi á árinu og gengi þeirra var áþekkt í lok þess. Í heildina séð styrktist Bandaríkjadalur á fyrri hluta árs en veiktist á ný á síðari hluta þess. Evran veiktist á fyrri hluta ársins en styrktist á þeim síðari. Bandaríkjadalur hækkaði um 27,2% gagnvart evru og 16,7% gagnvart sterlingspundi frá 2. desember 2009 til 8. júní 2010 þegar gengi hans varð hæst.

 
MSCI heimsvísitalan yfir hlutabréf var 1280,7 í lok árs og hafði hækkað um 9,2%. Útlitið hafði þó ekki verið svo gott um miðbik ársins þegar vísitalan hafði lækkað um nær 11%. Staðan batnaði þó um heil 22,9% á síðari hluta ársins og þar með var heimsvísitala hlutabréfa komin þangað sem hún var fyrir gjaldþrot Lehmans þótt enn vanti 30,9% arðsemi upp á til að ná næsta toppnum fyrir fall Lehmans sem var 1675,17 þann 11. október 2007. Hlutabréf minni fyrirtækja (undir einum milljarði dala) héldu áfram að skila betri árangri en hlutabréf meðalstórra og stórra fyrirtækja.

 
MSCI vísitala upprennandi markaða náði 13,8% og stóð sig því betur en hnattrænt viðmið ársins var. Þroskuðu markaðssvæðin skiluðu þó bestum árangri á síðari hluta ársins. EM vísitalan náði þremur prósentustigum lakari árangri en heimsvísitalan á síðari hluta árs 2010 og hefur enn ekki náð á ný hápunktinum frá því þann 8. nóvember, þrátt fyrir að hafa eflst í desember.

 
Evrópuvísitala hlutabréfa (MSCI) stóð sig umtalsvert verr á þróuðum mörkuðum en Bandaríkjavísitalan (0,4% miðað við 13,2%) en þá útkomu má einkum rekja til þess að tilkynnt töp voru -47,2% á Grikklandi, -26,6% á Spáni og -20,4% á Írlandi.

 
Að því sögðu skal undirstrikað að Evrópumarkaðurinn kemur best út allra þróaðra markaða. Svíþjóðarvísitalan MSCI hækkaði um 29,0% á árinu. Tæland og Perú stóðu sig best í hópi upprennandi markaða með rétt tæplega 50,0% hækkun en Ungverjaland stóð sig verst með 12,0% lækkun.

 
MSCI jaðarmarkaðir höfðu skilað fremur slökum árangri á árinu 2009 með bara 7% arðsemi en tilkynntu hins vegar um 18,3% arðsemi á árinu 2010. Þar skilaði Afríka bestu svæðisbundnu arðseminni.

 
Sé litið til arðgreiðslna sýna S&P vísitölur að 255 hlutabréfaútgáfur juku arðgreiðslur sínar á árinu 2010 miðað við 157 árið 2009 sem jafngildir því að arðgreiðslur hafi hækkað um 20,6 milljarða Bandaríkjadala (15,4 milljarða evra) á síðasta ári.

Upplýsingatæknigeirinn hefur löngum einkennst af því að þar voru arðgreiðslur mjög takmarkaðar en nú skilar hann meiri arði en fjármálastarfsemi gerir því 41,3% af hlutabréfaútgáfum greinarinnar greiða arð. Fyrirtækið dregur engu að síður í efa að samanlagðar arðgreiðslur nái fyrra stigi ársins 2008 fyrr en árið 2013.

 
Hrávörumarkaðir stóðu sig einna best á árinu 2010. Dow Jones UBS hrávöruvísitalan hækkaði um 16,7% og sum hrávara náði hæsta nafnverði allra tíma. Það fór á svipaða lund þar og með hlutabréfin að arðsemin varð mest á síðari hluta ársins. Vísitalan hækkaði um 33% frá lægstu stöðu þann 4. júní til ársloka.

 
WTI hráolía hækkaði um 12,5% á árinu, kopar um 30,3% og gull um 25,7%. Mest varð þó hækkunin á palladíni (204,3%), bómull (85,7), silfri (78,6%) og kaffi (67,7%). Aðeins tvær vörutegundir lækkuðu í verði á árinu 2010. Náttúrugas lækkaði um heil 19,4% vegna offramboðs sem rekja má til aukins magns af gasi sem unnið er með nýrri tækni í Bandaríkjunum (shale gas) og kókó lækkaði um 9,5%.

 
Rósemi ríkti í heimi vogunarsjóða á árinu 2010. Upplýsingar um nettóvirði fyrir desember hafa enn ekki verið birtar en í lok nóvember hafði vegin hlutfallsvísitala HFRI-sjóða hækkað um 7,12%. Bestu áætlanir ársins voru fasttekjuverðbréf tryggð með eignum (13,09% hækkun) og hlutabréfavogunarsjóðir um orku og grundvallarefni (12,26% hækkun). Skammtíma vilhallir vogunarsjóðir áttu vitaskuld í erfiðleikum og í lok nóvember hafði lækkunin orðið 16,15% á árinu. Þetta var eina áætlunin innan HFRI-vísitölunnar sem skilaði neikvæðum árangri þessa 11 mánuði.

 
Heimild IPE (Investment & Pension Europe)