Erlendar eignir lífeyrissjóðanna um 115 milljarðar króna.

Seðlabanki Íslands hefur birt efnahagsyfirlit lífeyrissjóðanna miðað við lok júní s.l. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna námu um 115 ma.kr. í lok júní s.l. sem er um 17,5% af heildaeignum sjóðanna.

Til samanburðar námu erlendar eignir sjóðanna um 137 ma.kr. í árslok 2001 eða rúmlega 21% af heildareignum og í árslok 2000 námu erlendu eignir sjóðanna 128 ma.kr. eða um 22,6% af heildareignunum. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu um 657 ma.kr. í júnílok s.l. en voru 648 ma.kr. um síðustu áramót. Aukingin nemur um 1,4% eða tæpum 9 milljörðum króna. Heildareignir sjóðanna voru hins vegar um 566 ma.kr. í árslok 2000 og hafa þær því aukist um 91 milljarð miðað við lok júní s.l. eða um 16% Lán til sjóðfélaga námu alls rúmlega 79 ma.kr. og höfðu aukist um rúma 6 milljarða króna frá síðustu áramótum eða um 8,6%.