Erlend verðbréfakaup námu 25.518 m.kr. í fyrra.

Árið 2002 voru nettókaup alls 25.518 m.kr. samanborið við 3.716 m.kr. árið 2001 og 40.536 m.kr. árið 2000 og 27.759 m.kr. árið 1999. Ásókn fjárfesta í erlend verðbréf jókst því á ný árið 2002 eftir að verulega dró úr nettókaupum árið 2001. 

Í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettó kaup erlendra verðbréfa voru samtals 1.949 m.kr. í desember samanborið við nettó sölu fyrir um 1.751 m.kr. í sama mánuði árið 2001. Viðskipti með erlend verðbréf voru hins vegar neikvæð í desember 2000 og 2001.

Nettókaup erlendra skuldabréfa námu um 1.653 m.kr. árið 2002, sala umfram kaup nam 60 m.kr. árið 2001 og sala umfram kaup nam 3.427 m.kr. árið 2000. Nettókaup annarra verðbréfa sem gefin eru út erlendis námu 115 m.kr. árið 2002, sala umfram kaup nam 37 m.kr. árið 2001 og sala umfram kaup nam 1.183 m.kr. árið 2000.

Stofnanafjárfestar sem héldu aftur af erlendum fjárfestingum áríð 2001, m.a. vegna veikrar stöðu íslensku krónunnar virðast hafa hafið sett meiri kraft í kaupin í júlí- og ágústmánuði.

Erlend hlutabréf lækkuðu verulega í septembermánuði sem aftur skýrir minni nettókaup í september. Gengisstyrking íslensku krónunnar og mjög lágt verð á erlendum hlutabréfum skilaði sér síðan í mestu nettókaupum ársins í október.

Árið 2002 var þriðja árið í röð sem erlendar hlutabréfavísitölur lækka, t.d. lækkaði heimvísitala Morgan Stanley lækkaði um 21%, Evrópuvísitala Morgan Stanley um 31%, S&P 500 vísitalan um 23% og Japanska Nikkei 225 vísitalan um 19%. Til viðbótar við lækkun á markaðsvirði erlendra verðbréfa, mælt í erlendri mynt, þá styrktist gengi íslensku krónunnar um 13,53% árið 2002 sem gerir það að verkum að ávöxtun erlendu verðbréfanna var enn lakari í íslenskum krónum.