Erlend verðbréfakaup 2,7 milljarðar í maí s.l.

Í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettókaup erlendra verðbréfa voru samtals um 2.658 m.kr. í maí sl. samanborið við nettókaup fyrir um 95 m.kr. í sama mánuði árið 2001.

Þróun einstakra undirliða í maí var eftirfarandi: Hrein kaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum námu um 2.750 m.kr. en nettókaupin námu um 551 m.kr. í sama mánuði árið 2001. Hrein sala á erlendum hlutabréfum nam um 95 m.kr. en hrein sala í sama mánuði í fyrra nam 443 m.kr. Hrein kaup á erlendum skuldabréfum námu um 5 m.kr. en hrein sala í sama mánuði í fyrra nam 13 m.kr. Hreint fjárútstreymi síðustu 13 mánuði vegna viðskipta með erlend verðbréf hefur verið á þessa leið: Árið 2001 Maí 95 m.kr. Júní mínus 378 m.kr. Júlí 696 m.kr. Ágúst mínus 723 m.kr. September 532 m.kr. Október mínus 239 m.kr. Nóvember mínus 219 m.kr. Desember mínus 1.751 m.kr. Árið 2002 Janúar 662 m.kr. Febrúar 3.002 m.kr. Mars 3.084 m.kr. Apríl mínus 1.648 m.kr. Maí 2.658 m.kr. Þá er vert að geta þess að samkvæmt upplýsingum tölfræðisviðs Seðlabankans námu heildareignir lífeyrissjóðanna um 665 milljarðar króna í lok apríl s.l. Þar af námu erlendar eignir sjóðanna um 132 milljörðum króna, sem var um 19,9% af heildareignum sjóðanna. Sambærilegt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var 21,1% eða 137 milljarðar króna af heildareign sjóðanna sem var 648 milljarðar króna.