Erlend verðbréf: 21% af eignum lífeyrissjóðanna.

Í lok apríl s.l. námu erlend verðbréf í eigu lífeyrissjóðanna 115.919 m.kr. og höfðu aukist um tæpa 19 miljarða króna frá árslokum síðasta árs.

Þessar upplýsingar koma fram hjá tölfræðisviði Seðlabanka Íslands. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu alls 551.236 m.kr. í lok apríl s.l. borið saman við 517.928 m.kr. í árslok 1999. Erlend verðbréf í eigu lífeyrissjóðanna námu alls tæpum 116 miljarðar króna í lok apríl, eins og áður segir og var erlend eign sjóðanna nær eingöngu í hlutabréfum.