Norðmenn hafa framkvæmt hugmyndir sem íslensk nefnd lagði til um bætta starfsendurhæfingu þeirra sem lent hafa í slysi eða átt við sjúkdóma að stríða. Nefndin lagði þessar tillögur fram í fyrra en hugmyndirnar hafa enn ekki komist til framkvæmda hér á landi.
Nefndin sem skipuð var hér á landi af heilbrigðisráðherra átti að leggja fram tillögur til að bæta starfsendurhæfingu þeirra sem lent hafa í slysi eða glímt við sjúkdóma af ýmsu tagi. Lagt var til að framfærslukerfið yrði einfaldað og sett yrði á fót miðstöð starfsendurhæfingar svo tryggingakerfið, atvinnuleysistryggingasjóður, og félagsþjónusta, gætu unnið saman til að auðvelda fólki að komast aftur á vinnumarkaðinn.
Gunnar Kr. Guðmundsson, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að Norðmenn hafa sýnt þessum hugmyndum mikinn áhuga. Gunnar telur íslenska framfærslukerfið of flókið og það hvetji fólk ekki til að fara út á vinnumarkaðinn aftur eftir slys eða sjúkdóma.
Sjá hér umrædda skýrslu um miðstöð starfsendurhæfingar.