Hrein kaup erlendra verðbréfa í október námu 5.757 m.kr. m.v. hreina sölu fyrir 239 m.kr. í sama mánuði í fyrra. Þar af námu hrein kaup á erlendum hlutabréfum 2.023 m.kr. m.v. 374 m.kr. í sama mánuði í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands
Viðskipti með erlend hlutabréf hafa ekki verið meiri í einum mánuði frá september 2000. Hrein sala skuldabréf í október var 213 m.kr. miðað við 74 m.kr. í október 2001. Nettókaup á erlendum verðbréfum janúar til október á þessu ári námu 21.772 m.kr. miðað við 5.686 m.kr. janúar til október 2001.
Áhugi fjárfesta á erlendum verðbréfum virðist því vera að aukast á ný, enda virðist vera mat margra að kauptækifæri sé víða að finna núna erlendis.