Eignir Lífiðnar um 19 milljarðar.

Eignir sjóðsins námu rúmum 19 milljörðum í lok síðasta árs og þar af var séreignardeild tæplega 250 millj. kr. Heildareignir sjóðsins hækkuðu um 4,78% á milli ára.  Miklar sveiflur hafa verið í ávöxtun sjóðsins sem skýrast meðal annars með aukningu í fjárfestingum á erlendum hlutabréfum. Raunávöxtun sjóðsins var -3,66% árið 2002 en þetta þýðir að hrein raunávöxtun var   -3,86%.

 

Ávöxtun lífeyrissjóða var almennt neikvæð á árinu 2002 vegna mikilla lækkana á öllum helstu hlutabréfamörkuðum og mikillar styrkingar á íslensku krónunni. Með hækkandi hlutfalli innlendra og erlendra hlutabréfa verða sveiflur í ávöxtun sjóðsins meiri á komandi árum.  Lífeyrissjóðir hafa stækka mikið á undanförnum árum sem leiðir til þess að ráðstöfunarfé þeira hefur vaxið mikið og er í raun og veru langt umfram framboð á skuldabréfum á innlendum markaði. Til þess að koma sparnaði landsmanna í ávöxtun þá verða lífeyrissjóðirnir að leita eftir erlendum fjárfestingartækifærum því framboðið af innlendum fjárfestingartækifærum er hvergi nærri nóg. Skynsamleg samsetning af innlendum og erlendum hlutabréfum og skuldabréfum eykur einnig áhættudreifingu lífeyrissjóða en ljóst er að sveiflur verða mun meiri í framtíðinni eftir því sem að hlutabréf og erlend eign verða stærra hlutfall af lífeyrissjóðum.

Sterk tryggingarfræðileg staða – Eignir umfram heildarskuldbindingu
Þrátt fyrir þrjú erfið ár í ávöxtun og umfangsmiklar breytingar á réttindakerfi sjóðsins þá er tryggingarfræðileg staða sjóðsins sterk. Eignir umfram heildarskuldbindingu er 2,1 milljarðar eða 5,1% yfir skuldbindingu. Inn í þessa stöðu hafa verið teknar nýjar töflur um dánarlíkur, sem sýna auknar lífslíkur sjóðfélaga. Þetta þýðir aukin skuldbinding fyrir sjóðinn.

Breytt lífeyriskerfi
Réttindakerfi Lífiðnar var breytt á árinu. Frá og með 1. september 2002 þá er sjóðurinn rekin sem aldurstengdur lífeyrissjóður. Stigakerfi var lagt niður. Þessar breytingar fela í sér að réttindakerfið verður réttlátara og tilfærslur á verðmætum á milli kynslóða fellur niður. Sjóðfélagar fá réttindin sín í samræmi þann aldur sem iðgjöld voru greidd og þá ávöxtun sem ávinnst á sparnaðartímabilinu. Sjóðfélagar fá ekki lengur sömu réttindi óháð aldri eins og stigakerfin eru uppbyggð.

Hækkun á lífeyrisgreiðslum um 15,5%
Vegna þeirra breytinga sem urðu á réttindakerfi Lífiðnar skapaðist svigrúm til þess að hækka lífeyrisgreiðslur um 15,5% og var það gert frá og með septembermánuði. Þessi hækkun gilti fyrir eftirlauna-, örorku- og makalífeyri. Barnalífeyrir er áfram föst krónutala.

Hækkun á áunnum réttindum  um 22,4%
Vegna sterkrar stöðu sjóðsins við breytingu á réttindakerfi sjóðsins skapaðist svigrúm til þess að hækka áunnin réttindi allra þeirra einstaklinga sem eiga réttindi hjá Lífiðn um 22,4%. Sterk staða sjóðsins á þessum tímapunkti gerði það að verkum að þetta var mögulegt.


Sjá nánar heimasíðu Lífeyrissjóðsins Lífiðnar.