Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur birt upplýsingar um starfsemina á árinu 2000. Eignir sjóðsins námu í árslok 85,7 milljarða og hækkaði eignin um 10,1 milljarð á árinu eða um rúm 13%. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2000 var 5,4% sem samsvarar 1,2% raunávöxtun.
Á árinu 2000 greiddu 40.309 sjóðfélagar til sjóðsins og fjölgaði þeim um 2.882 eða um 8% frá fyrra ári. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins námu 5.854 mkr. og er það aukning um rúm 22%. Jafnframt greiddu 5.341 fyritæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna og fjölgaði fyrirtækjum um 314 eða um rúm 6%. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2000 var 5,4% sem samsvarar 1,2% raunávöxtun samanborið við 11,9% raunávöxtun á árinu 1999. Raunávöxtun innlendra hlutabréfaeignar sjóðsins var -12,4% og nafnávöxtun -8,8% en til samanburðar lækkaði heildarvísitala aðallista Verðbréfaþings Íslands um -13,8% á árinu 2000. Heildararðsemi innlendu hlutabréfaeignarinnar yfir tímabilið 1980 til árslok 2000 er 14,3% en var 18,0% í árslok 1999. Raunávöxtun erlendu hlutabréfaeignar sjóðsins var -6,8% á árinu 2000. Raunávöxtun erlendu hlutabréfaeignarinnar á árinu 1994, þ.e. frá upphafi fjárfestinga sjóðsins í erlendum hlutabréfum, var 8,9% samanborið við 19,3% í árslok 1999. Raunávöxtun innlendrar skuldabréfaeignar nam 6,1% á liðnu ári samanborið við 5,8% á árinu 1999. Tekið er fram að með hækkandi hlutfalli innlendra og erlendra hlutabréfa í verðbréfasafni sjóðsins mun verða vart meiri sveiflna í ávöxtun sjóðsins á komandi árum. Til lengri tíma litið mun hærra hlutfall hlutabréfa skila sjóðnum betri raunávöxtun en ef eingöngu hefði verið fjárfest í skuldabréfum. Það má t.a.m. sjá af raunávöxtun hlutabréfaeignar sjóðsins á liðnum árum. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 5 árin er 7,6%. Tryggingafræðileg úttekt sem miðast við árslok 2000 sýnir að eignir nema 2,7 milljörðum umfram skuldbindingar.