Samkvæmt efnahagsyfirliti lífeyrissjóða, sem tölfræðisvið Seðlabanka Íslands gefur út þá námu heildareignir lífeyrissjóðanna í maílok 703.710 milljónum króna, sem er aukning um rúma 24 milljarða króna frá áramótum. Þessar tölur byggja á áætlun 25 stærstu lífeyrissjóðanna, sem í árslok 2001 áttu tæp 93% af hreinni eign allra lífeyrissjóða.
Erlend verðbréf í eigu lífeyrissjóðanna námu í maílok 106.267 m.kr. eða um 15,1% af heildareignum sjóðanna. Þetta hlutfall er svipað og í árslok á síðasta ári, þegar erlendar eignir sjóðanna námu tæpum 104 milljörðum króna, sem var 15,3% af eignum sjóðanna.
Erlendar eignir eru þó umtalsvert minni heldur en í árslok 2001, þegar þær námu tæpum 135 milljöðrum króna eða 20,9% af heildareignum sjóðanna.
Lífeyrissjóðirnir áttu í mailok um 124 milljarða króna í húsbréfum, 44 milljarða króna í húsnæðisbréfum og skuldabréfum Húsnæðisstofnunar og 87 milljarða króna í sjóðfélagalánum eða alls um 255 milljarða króna í skuldabréfum sem með einum eða öðrum hætti má tengja við lánveitingar vegna íbúðarhúsnæðis.