Eignir lífeyrissjóðanna komnar yfir 2.000 milljarða króna!

Þrátt fyrir hrun fjármálastofnana í október 2008 hafa eignir lífeyrissjóðanna nú náð hæstu hæðum eða yfir 2.000 milljarða króna. Nánar tiltekið var hrein eign lífeyrissjóða 2.006 ma.kr. í lok maí s.l. og hækkaði um 22,8 ma.kr. í mánuðinum eða um 1,15%. Innlend verðbréfaeign hækkaði um 30,3 ma.kr. og nam 1.438 ma.kr. Erlend verðbréfaeign nam 496,7 ma.kr. og hækkaði um 10,5 ma.kr. á milli mánaða. Sjóður og bankainnstæður lækkuðu um 16,3 ma.kr og námu 139,2 ma.kr. í lok maí s.l. Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Eignir lífeyrissjóðanna náðu 500 m.kr. á árinu 1999 og 1.000 ma. kr. á árinu 2005. Nú eru eignirnar hins vegar komnar yfir 2.000 milljarðar króna, það þrátt fyrir verulegt tap lífeyrissjóðanna í kjölfar efahagshrunsins haustið 2008.

Sjá einnig: "Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða í lok maí 2011"

Sjá einnig: “Þróun eigna og ávöxtun lífeyrissjóða 2000 – 2010”