Eignir lífeyrissjóðanna jukustu um 77 milljarða í nóvember s.l.

Samkvæmt efnahags- yfirliti lífeyrissjóða, sem Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega, þá námu eignir lífeyrissjóðanna 1.713 milljörðum króna í lok nóvember s.l., en voru 1.636 milljörðum króna í lok október s.l.
Þannig jukust eignir lífeyrissjóðanna um 77 milljarða króna í nóvembermánuði einum. Megin skýringin liggur í hækkun á erlendum verðbréfum sjóðanna í nóvembermánuði og er það í takt við veikingu krónunar á sama tíma. Alls námu erlendar eignir lífeyrissjóðanna 537 milljörðum króna, sem er um 31% af heildareignunum. Þrátt fyrir verulega rýrnun á eignum lífeyrissjóðanna eftir bankahrunið í byrjun október s.l. nema nú heildareignir sjóðanna hærri fjárhæðum en eignirnar voru í árslok 2007 eða sem nemur 16 milljörðum króna. Að raungildi rýrnaði þó hrein eign lífeyrissjóðanna  um 11%  á frá upphafi síðasta árs til nóvemberloka.
Þá vekur athygli að lífeyrissjóðirnir eiga inni í reiðufé í bönkunum alls um 158 milljarða króna, sem er um 9,2% af heildareignunum, enda hafa lífeyrissjóðirnir kosið að ávaxta stærstan hluta nýrra iðgjalda í innlánum, enda óvissa mikil á markaði og ávöxtun á innlánsreikningum há.

 

 Eignaflokkar                                  

     Árslok  2007           

  Nóvemberlok 2008    

  Breyting í kr.         

Útlán og verðbréfaeign

 1.640.538 m.kr.

1.591.825 m.kr.

- 48.713 m.kr.

Verðbréf með föstum tekjum

   809.009 m.kr

 922.879 m.kr

 113.870 m.kr.

Sjóðfélagalán

    129.708 m.kr.

  162.251 m.kr.

    32.543 m.kr.

Verðbréf með breytilegum tekjum

   831.529 m.kr.

  668.945 m.kr.

- 162.584 m.kr.

Innlend hlutabréf

   238.804 m.kr.

    35.243 m.kr.

-203.561 m.kr.

Erlend verðbréfaeign

   458.258 m.kr.

  537.420 m.kr.

-   79.162 m.kr.

Hrein eign til greiðslu lífeyris

1.697.208 m.kr.

1.713.243 m.kr.

    16.035 m.kr.

Sjá hér efnahagsyfirlit lífeyrissjóða í nóvember 2008