Samkvæmt áætlun tölfæðisviðs Seðlabanka Íslands, sem byggð er á úrtaki 25 stærstu lífeyrissjóðanna, námu heildareignir lífeyrissjóðanna 973.532 m. kr. um síðustu áramót og höfðu aukist um 150 milljarða króna á árinu 2004 eða um 18%. Erlendar eignir sjóðanna námu um 216 milljarða króna um síðustu áramót.
Erlend verðbréfaeign eru sífellt stærri þáttur í eignasafni lífeyrissjóðanna. Þannig námu erlendu eignirnar 216.123 m.kr. um síðustu áramót eða um 22,2% af heildareignum og hafði því aukist um 56 milljarða króna á árinu 2004 eða um 35%. Um verulega aukningu er að ræða því hlutfall erlenda verðbréfa í eignasöfnum sjóðanna nam um 19,4% í árslok 2003 og um 15,2% í árslok 2002.
Þá var ekki síður vöxtur í innlendum hlutabréfum sjóðanna eða um 51% á árinu, - úr 89.053 m.k.r í 134.316 m.kr. Gott gengi á innlendum hlutabréfamörkuðum skilaði sér því vel í eignaaukningu sjóðanna. Hlutabréf sem eru í innlendum blönduðum verðbréfasjóðum eru ekki talin með.
Sjóðfélagalán námu alls 88.470 m.kr. eða um 9,1% af heildareignum. Þetta hlutfall hefur lækkað nokkuð á umliðnum árum, var t.d. 12,3% í árslok 2002 og 11,0% eða 90.826 m.kr. í árslok 2003. Aukin samkeppni við bankanna og Íbúðalánasjóð um útlán til íbúðakaupa er helsta skýringin á þessari þróun. Með hliðsjón af sterki stöðu krónunnar má búast við að lífeyrissjóðirnir fjárfesti umtalsvert erlendis á þessu ári.