Hrein eign lífeyrissjóða var 1.920,2 ma.kr. í lok desember og hækkaði um 26,9 ma.kr. í mánuðinum eða um 1,4%. Innlend verðbréfaeign hækkaði um 43,4 ma.kr. og nam rúmlega 1.352 ma.kr. í lok mánaðarins. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukningar á eign lífeyrissjóða á íbúðabréfum eða sem nemur um 35 ma.kr. Erlend verðbréfaeign nam um 473 ma.kr. og lækkaði um tæpa 13 ma.kr. í lok desember.
Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.
Eignaflokkar | Árslok 2009 | Árslok 2010 | Breyting í kr. |
Útlán og verðbréfaeign | 1.668.197 m.kr. | 1.825.201 m.kr. | 157.004 m.kr. |
Verðbréf með föstum tekjum | 1.052.767m.kr | 1.223.443 m.kr | 133.894 m.kr. |
Sjóðfélagalán | 174.436 m.kr. | 173.516 m.kr. | - 920 m.kr. |
Verðbréf með breytilegum tekjum | 615.430 m.kr. | 601.759 m.kr. | - 13.671 m.kr. |
Innlend hlutabréf | 24.213 m.kr. | 44.743 m.kr. | 20.530 m.kr. |
Erlend verðbréfaeign | 530.084 m.kr. | 473.127 m.kr. | - 56.957 m.kr. |
Hrein eign til greiðslu lífeyris | 1.774.723 m.kr. | 1.920.232 m.kr. | 145.509 m.kr. |