Samkvæmt könnun EFRP, Sambands lífeyrissjóðasamtaka innan EES, ásamt Sviss, þá námu heildareignir lífeyrissjóða innan EFRP, 2.355.78 miljörðum ECU í árslok 1998 og höfðu aukist um 12% frá árslokum 1997. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna námu 5.01 miljörðum ECU í árslok 1998 eða 0,2% af heildinni. Von er fljótlega á tölum vegna ársins 1999.
Eignir bresku lífeyrissjóðanna námu 1.054.05 miljörðum ECU í árslok 1998 eða 44,7% af heildinni samanborið við 42,4% í árslok 1997. Næstu þjóðir í röðinni eru: Holland með 17,19% (1997) og 16,72% (1998), Þýskaland 12,87% (1997) og 12,18% (1998) og Sviss 10.99% (1997) og 11,16% (1998). Hlutfall Íslands er bæði árin 0,2% af heild. Heildareignir lífeyrissjóðanna innan EES, auk Sviss, voru þessar í árslok 1998 í miljörðum ECU: (Hlutfallstölur innan sviga) Austurríki 22.93 (1%) Belgía 12.68 (0,5%) Bretland 1.054.05 (44,7%) Danmörk 33.80 (1,4%) Finnland 9.35 (0,4%) Frakkland 75.33 (3,2%) Grikkland 5.06 (0,2%) Holland 393.90 (16,7%) Írland 34.49 (1,5%) ÍSLAND 5.01 (0,2%) Ítalía 23.77 (1%) Luxemborg 0.03 (0%) Noregur 6.12 (0,3%) Portúgal 11.19 (0,5%) Spánn 19.73 (0,8%) Sviss 262.91 (11,2%) Svíþjóð 98.54 (4,2%) Þýskaland 286.89 (12,2%)