Eignir bandarískra lífeyrissjóða lækka um 14%.

Eignir 200 stærstu lífeyrissjóða í Bandaríkjunum hafa lækkað milli ára um 14,4% eða úr 4 biljónum dollara í 3,5 biljón dollara. Þessar upplýsingar koma fram í janúarhefti tímaritsins Pensions & Investments.

Eignir 1.000 stærstu lífeyrissjóða í Bandaríkjunum hafa að sama skapi lækkað úr 5 biljónum dollara í 4,8 biljónir dollara eða um 12,7%. Þetta eru stjarnfræðilegar tölur því í einni biljón eru miljón miljónir! Ef skoðað er eignasöfn 200 stærstu bandarísku fastréttindasjóðanna (e: defined benefits funds), þá hafa innlend hlutabréf þeirra sjóða lækkað 47,2% í 43,2%. Erlendu hlutabréfin hafa ekki lækkað eins mikið í eignasöfnum þessara sjóða. Í fastréttindasjóðum jukust skuldabréf í eignasöfnunum hins vegar umtalsvert. Ef hins vegar eignasöfn fastiðgjaldasjóðanna er skoðuð (e: defined contributions funds), þá hafa hlutabréfin lækkað úr 71% í 64%. Það er sama hvað litið er. Þeir lífeyrissjóðir í Bandaríkjunum sem hafa hlutfallslega mikið af hlutabréfum í sínum eignasöfnum voru með slökustu ávöxtunina á síðasta ári, en sjóðir með tiltölulega íhaldssama fjárfestingastefnu, þ.e. mikið af skuldabréfum í eignasöfnum sínum, komu mun betur út, þ.á.m. Texas Municipal Retirement System og South Carolina Retirement System. Vægi skuldabréfa hjá South Carolina Retirement System er t.d. 60% í eignasafninu.