Eftirlaunaaldur hækkaður í 68 ár í Hollandi?

Hækka ætti eftirlaunaaldur Hollendinga enn meira en ríkisstjórnin þar áformar og fara með hann úr 65 í 68 ár vegna þess að lífslíkur þjóðarinnar hafa aukist. Þetta segir Lans Bovenberg, hagfræðingur og sérfræðingur á sviði eftirlauna- og öldurnarmála í Tilburg háskóla.

Ríkisstjórn Hollands ætlar að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 í 67 ár frá og með 2011. Bovenberg telur að bæta verði einu ári þar við og fara upp í 68 ár til að komast hjá skattahækkunum eða skerðingu eftirlauna svo ríkið standi undir skuldbindingum sínum. Hann bendir á að lífslíkur Hollendinga hafi aukist verulega á undanförnum fjórum árum og eftirlaunaaldur verði aðæ taka mið af þeirri staðreynt til að raska ekki jafnvægi í innstreymi og útstreymi fjármunaí eftirlaunakerfinu. Bovenberg segir jafnframt að hollenska þjóðin eldist hlutfallslega. Þannig fækki þeim sem greiði til lífeyriskerfisins en fjölgi  sem fari á lífeyri. Þess vegna komi til álita að umbuna þeim sem hafi fyrir börnum að sjá í gegnum skattakerfið þannig að þeir njóti þess á eftirlaunaaldri að hafa fjölgað þjóðinni.