Dómur fallinn í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðins Framsýnar.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik og brot gegn lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Rúmlega 30 milljóna króna bótakröfu lífeyrissjóðsins var hins vegar vísað frá í ljósi þess að skaðabótakrafa sjóðsins væri ekki enn orðin endanleg.