Davíð Oddsson: Frádráttarbær iðgjöld allt að 20% í lífeyrissjóði!

Á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var í gær sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að ráðgert væri umtalsverð rýmkun á þeim hluta launa sem nytu skattfrestunar þar til að útborgun kæmi úr lífeyrissjóði og í þessu fælist því markviss hvatning til aukins sparnaðar.

Að sögn forsætisráðherra er fjármálaráðuneytið nú að leggja lokahönd á frumvarp sem gerir m.a. ráð fyrir því að frádráttarbær heildariðgjöld atvinnurekenda og launþega til lífeyrissparnaðar geti samtals numið allt að 20% af launum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabankans í gær að þarna væri um að ræða umtalsverða rýmkun á þeim hluta launa sem nytu skattfrestunar þar til að útborgun kæmi úr lífeyrissjóði og í þessu fælist því markviss hvatning til aukins sparnaðar. Davíð sagði að til viðbótar þessu myndi ríkið auka mótframlag sitt til hins frjálsa viðbótarlífeyrissparnaðar úr 0,2% í 0,4%. Með þessu styrktu Íslendingar enn stöðu sína sem forustuþjóð á sviði lífeyrismála. Landssamtök lífeyrisjóða fagna þessu frumkvæði stjórnvalda.