Byggja lífeyrissjóðirnir fangelsi?

Útboðsgögn fyriri nýtt fangelsi eru á lokastigi og þegar þau eru tilbúin verður tekin ákvörðun um hvaða leið verður farin varðandi fjármögnun. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Ráðherra sagði að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort fangelsið yrði byggt í samstarfi við lífeyrissjóði og aðra aðila, eða hvort ríkissjóður fjármagnaði það. Hann sagði að um framkvæmd upp á um það bil tvo milljarða króna væri að ræða. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu.