Ellismellur.is er hluti af ímyndarherferð er stuðla á að því að finna úrlausnir vegna vaxandi eftirspurnar á starfsfólki í öldrunarþjónustu. Ætlunin er að vekja athygli ungs fólks á atvinnutækifærum í þágu aldraðra, stuðla að viðhorfsbreytingu til starfa í öldrunarþjónustu og að bæta ímynd aldraðra í þjóðfélaginu. Landssamtök lífeyrissjóða eru einn af bakhjörlum átaksins.
Ellismellur.is er einnig veftorg, þar sem saman koma aðilar er starfa við öldrunarþjónustu til að miðla upplýsingum um störf, menntun og annað er viðkemur öldrunarþjónustu á Íslandi. Átakinu er ætlað að styrkja stöðu þeirra fjölbreytilegu starfa sem unnin eru í öldrunarþjónustu og skerpa vitund um kosti þess að starfa með eldri borgurum. Jafnframt er þeirri spurningu velt upp, hvort verið geti að eldri borgara séu vanmetinn mannauður og hvernig nýta megi reynslu þeirra og starfskrafta í þágu samfélagsins og ekki síst jafnaldra sinna. Bakhjarlar átaksins eru Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Landlæknisembættið, Reykjavíkurborg, Garðabær, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Landssamtök lífeyrissjóða, Efling-stéttarfélag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu, Öldrunarráð Íslands, Vísindasjóður Öldrunafræðifélags Íslands og Gerðuberg, félagsstarf eldri borgara.