Bjarni Brynjólfsson hættir sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar.

Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Meið ehf. frá og með 1. mars n.k. Meiður er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra, KB banka og nokkurra sparisjóða. Heildareignir Meiðs nema um 65 milljörðum króna og er félagið stærsti hluthafinn í KB banka, Bakkavör Group og Medcare Flögu.  Bjarni hefur starfað hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn frá árinu 1997, þar af sem framkvæmdastjóri frá árinu 2000.