Belgískir lífeyrissjóðir með 9,87% ávöxtun í fyrra.

Samkvæm könnum Sambands lífeyrissjóða í Belgíu var meðaláxötun þarlendra lífeyrissjóða 9,87% í árinu 2003. Könnunin náði til 30 lífeyrissjóða með um fimm milljarða evra í eignum, sem er um 45% af heildaeignum belgískra lífeyrissjóða.

Að sögn Samband lífeyrissjóða í Belgíu hafa því orðið veruleg straumhvörf á siðasta eftir þriggja ára neikvæða ávöxtun sem var bein afleiðing af slöku gengi á verðbréfamörkuðunum. 

 Eignasafn belgískra lífeyrissjóða skiptist þannig í fyrra að um 48% var í hlutabréfum, 39% í skuldabréfum og 6% í fasteignum. Í lok árs 2002 námu hlutabréfin hins vegar um 43% af eignunum og höfðu því aukist um fimm prósentustig.

Fasteignir í eignasafninu höfðu aukist um eitt prósent meðan innistæðir í bönkum og skuldabréf höfðu lækkar um þrjú prósentustig.

Samband lífeyrissjóða í Belgíu boðar útgáfu lokaskýrslu um ávöxtun lífeyrissjóðanna í lok maí n.k.