Ávöxtun Lífeyrissjóðs Norðurlands neikvæð á árinu 2002 Mjög góður árangur í Séreignardeild.

Miðað við niðurstöðu tryggingafræðilegs uppgjörs eru áfallnar skuldbindingar 5% hærri en eignir og heildarskuldbindingar 12% hærri en eignir. Skv. ákvæðum laga nr. 129/1997 ber lífeyrissjóðum að gera breytingar á samþykktum sínum þegar munur eignarliða og skuldbindinga er meiri en 10%.

Raunávöxtun Tryggingadeildar Lífeyrissjóðs Norðurlands á árinu 2002 var neikvæð um 1,91% og er þetta þriðja árið í röð sem ávöxtun sjóðsins er neikvæð.

 Þessa niðurstöðu má fyrst og fremst rekja til mikilla lækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum og styrkingar íslensku krónunnar. Innlendir eignaflokkar, bæði skuldabréf og hlutabréf gáfu almennt góða ávöxtun.

Raunávöxtun í Séreignardeild var hins vegar mjög góð eða 7,94% á Safni I og 5,59% á Safni II. Við samanburð á ávöxtun Séreignardeildar og Tryggingadeildar er rétt að hafa í huga að uppgjörsaðferðir eru mismunandi; söfn Séreignardeildar eru gerð upp miðað við markaðsávöxtun skuldabréfa en uppgjör Tryggingadeildar miðast við kaupávöxtunarkröfu. Mismunurinn á ávöxtun deildanna liggur í þessu, auk þess sem söfn Séreignardeildar áttu óverulegar erlendar eignir lengst af árinu.

Miðað við niðurstöðu tryggingafræðilegs uppgjörs eru áfallnar skuldbindingar 5% hærri en eignir og heildarskuldbindingar 12% hærri en eignir. Skv. ákvæðum laga nr. 129/1997 ber lífeyrissjóðum að gera breytingar á samþykktum sínum þegar munur eignarliða og skuldbindinga er meiri en 10%.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Hofsósi föstudaginn 21. mars og er opinn öllum sjóðfélögum.