Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins góð á fyrstu sex mánuðum ársins.

Ávöxtun eigna Íslenska lífeyrissjóðsins var góð á fyrstu sex mánuðum ársins. Þrátt fyrir sviptingar á markaði hefur virk stýring sjóðsins og traust fjárfestingarstefna skilað sjóðfélögum góðri ávöxtun. Ávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins var 23,1% á ársgrundvelli sem svarar til 11,1% raunávöxtunar.

Séreignardeild sjóðsins samanstendur af fjórum leiðum sem mynda Lífsbrautina og fylgja þær mismunandi áhættustigi. Hlutfall innlendra og erlendra hlutabréfa er hæst í Líf I, minna í Líf II og minnst í Líf III. Líf IV ber ávöxtun verðtryggðs innlánsreiknings. Á ársgrundvelli var ávöxtun Lífsbrautarinnar eftirfarandi:

 

                            nafnávöxtun      raunávöxtun

  • Líf I:            25,6%                 13,3%
  • Líf II:            21,7%                   9,8%
  • Líf III           17,1%                   5,7%
  • Líf IV           15,8%                   4,6%   (verðtryggður innlánsreikningur)