Aukin upplýsingagjöf og nýjar siða- og samskiptareglu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leggur áherslu á aukna upplýsingagjöf og þjónustu við sjóðfélaga. Þessa upplýsingar koma fram á heimasíðu sjóðsins. Liður í þeirri stefnu er opnun nýs vefsvæðis á vef sjóðsins með upplýsingum um LV sem fjárfesti. Einnig samþykkti stjórn sjóðsins nýverið siða- og samskiptareglur fyrir stjórn og starfsmenn sjóðsins. Sjá www.live.is.

Siða- og samskiptareglur
Reglunum er ætlað að styðja við vönduð vinnubrögð, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og auka öryggi í meðferð fjármuna sjóðsins. Í reglunum er m.a. fjallað um góða starfshætti, hagsmunaárekstra, meðferð trúnaðarupplýsinga sem og reglur um gjafir, boðsferðir og starfstengdar ferðir.

LV sem fjárfestir
Þar er að finna aðgengilegar og ítarlegar upplýsingar um fjárfestingartefnu sjóðsins, ávöxtun, eignastýringu og eignasamsetningu samkvæmt nýju ársfjórðungsuppgjöri. Þar er einnig yfirlit yfir lög og reglur sem lúta að starfsemi sjóðsins, auk skjala og annars efnis útgefnu af sjóðnum. Nýtt vefsvæði er mikilvægur þáttur í aukinni upplýsingagjöf og þeirri stefnu sjóðsins í að auka gagnsæi. ginmál]