Auður Finnbogadóttir ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga

Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur sem framkvæmdastjóra sjóðsins og hefur hún störf þann 1. desember n.k. 
Auður hefur um 15 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, þ.á.m. reynslu af eignastýringu.  Hún var framkvæmdastjóri MP Banka hf. frá stofnun til ársins 2003.  Á árunum  2003-2009 starfaði hún sjálfstætt við ráðgjöf tengda fjármálum og eignastýringu og rak eigið fjármálafyrirtæki, A Verðbréf hf., á árunum 2006-2008.  Einnig lagði hún stund á framhaldsnám og sinnti stjórnarstörfum á þessum tíma.

Auður var í stjórn Landsnets hf.  frá  2003-2009, í stjórn Nýja Kaupþings banka hf.  frá nóvember 2008-ágúst 2009, í stjórn RÚV ohf.  frá janúar 2008-janúar 2009, og var stjórnarformaður Norðlenska matborðsins ehf. frá mars 2008-apríl 2010.  Auður tók við tímabundnu starfi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar haustið 2009 og því verkefni lauk farsællega með yfirfærslu á rekstri sjóðsins til LSS vorið 2010.

Auður situr í stjórn Framtakssjóðs Íslands fyrir hönd lífeyrissjóða og er í stjórn Icelandair Group .