Rekstrarkostnaður sjóðsins lækkar á milli ára úr 0,8% í 0,6% í hlutfalli af eignum og er með því lægsta sem þekkist hjá lífeyrissjóðum.
Helstu upplýsingar úr reikningnum eru þær að iðgjaldagreiðslur til sjóðsins voru 1.034 millj.kr. sem er 6,0% aukning frá síðasta árshlutauppgjöri. Lífeyrir hækkaði um 10,8% og var fyrstu sex mánuðina 697 millj. kr. Lífeyrisbyrði sjóðsins er því 67,4%. Alls eiga um 125.330 sjóðfélagar aðild að sjóðnum. Fjöldi lífeyrisþega var 7.814 á fyrri hluta ársins. Hrein eign til greiðslu lífeyris þann 30. júní s.l var 48.243 millj.kr. en var 45.579 millj.kr. um áramótin. Nemur því hækkun á hreinni eign 2.664 millj.kr. Hrein raunávöxtun sjóðsins á tímabilinu var 4,84% umfram neysluverðsvísitölu. Raunávöxtun verðbréfasafna sjóðsins er eftirfarandi: Sameignardeild: Síðustu 6 mánuði, 4,8%. Síðustu 12 mánuði, 11,4% og 9,1% frá stofnun sjóðsins. Séreignardeild: Framtíðarsýn 1. Síðustu 6 mánuði 4,5%. Síðustu 12 mánuði 6,7% og 5,8% frá stofnun. Framtíðarsýn 2. Síðustu 6 mánuði 19,5%. Síðustu 12 mánuði 18,9% og 20,0% frá stofnun. Auknar sveiflur í ávöxtun má rekja til hlutabréfaeignar sjóðanna.