Áríðandi að endurskoða lífeyrissjóðakerfin í Evrópu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur mjög mikilvægt fyrir lönd innan sambandsins að taka lífeyrissjóðakerfi sín til gagngerar endurskoðunnar.
Lág fæðingartíðini og hækkandi meðalaldur landanna innan ESB gerir það að verkum stöðugt færri vinnandi hendur þurfa að standa undir stöðugt hækkandi ellilífeyrisgreiðslum til þeirra eldri. Framkvæmdastjórnin leggur meðal annars til að ellilífeyrisaldurinn verði hækkaður sjálfvirkt í takt við auknar lífslíkur þeirra eldri. Nokkur landanna innan ESB hafa þegar greint frá áformum um að hækka ellilífeyrisaldurinn en þau áform hafa mætt mikilli andstöðu.
Sem stendur eru að meðaltali fjórir vinnandi menn á bakvið hvern mann sem orðin er 65 ára eða eldri innan ESB. Ef ekkert verður aðgert mun þetta hlutfall fara niður í tvo vinnandi menn á móti hverjum ellilífeyrisþega árið 2060. Minna en helmingur starfandi fólks innan ESB vinnur áfram eftir 60 ára aldurinn. Sjá meðfylgjandi GREEN-PAPER frá Evrópusambandinu.