ALVÍB: Iðgjöld aukast um 35% og eignir um 27% milli ára.

Heildareignir ALVÍB í lok ársins 2000 voru 8.385 milljónir og jukust þær um 27% á árinu. Eignir tryggingadeildar í árslok 2000 voru 845 milljónir en í séreignarsjóði voru 7.540 milljónir. Á árinu 2000 voru greidd iðgjöld til ALVÍB að fjárhæð 1.664 milljónir sem er 35% aukning frá fyrra ári.

Árið 2000 var afar óhagstætt fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta þar sem lækkun var á nánast öllum verðbréfamörkuðum. ALVÍB fór ekki varhluta af þessari þróun og var raunávöxtun sjóðsins neikvæð í fyrsta sinn. Raunávöxtun ævisafna ALVÍB var á bilinu -3,3% til –0,1% á ársgrundvelli og nafnávöxtun 0,6% til 4,1%. ALVÍB metur skuldabréf sín á markaðsverði en flestir lífeyrissjóðir meta skuldabréf hins vegar miðað við þau vaxtakjör sem voru í gildi við kaup. Til þess að auðvelda samanburð við aðra lífeyrissjóði hefði raunávöxtun ALVÍB verið þessi, ef skuldanréfin hefðu verið metin miðað við upphafleg vaxtakjör: Æfisafn I : 0,2%, Ævisafn II: 1,9% og Ævisafn III 6,8%.' Skráðir sjóðfélagar í ALVÍB voru í árslok 13.209 og fjölgaði þeim um 1.370 á síðasta ári sem er um 12% aukning. Ársfundur Almenna lífeyrissjóðs VÍB verður haldinn 22. mars næstkomandi, kl. 17:15. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Hvammi á Grand Hótel Reykjavík.