Í nýjasta hefti Vísbendingar birtist áhugaverð grein um stöðu almennu lífeyrissjóðanna. Þar kemur meðal annars fram að heildareignir lífeyrissjóðanna sem hlutfall af VLF sé nærri því að vera ein og hálf landsframleiðsla og fari enn hækkandi. Samkvæmt því bætast fleiri egg í eina körfu og að 10 milljarða heimild til erlendra fjárfestinga skipti litlu um heildarmyndina. Þetta sé þó eigi að síður betra en ekkert. Raunávöxtun sjóðanna hefur verið prýðileg og sé meðalávöxtun þeirra síðustu fimm ár rétt um 5%. Staða sjóðanna hefur farið batnandi og samanlögð tryggingafræðileg staða þeirra er jákvæð.
Sjá greinina hér: Almennu lífeyrissjóðirnir í góðum málum