Almennt verkafólk: 7.000 manns með 10.000 kr. að meðaltali frá lífeyrissjóðum á mánuði.

Ellilífeyrisgreiðslur almennu lífeyrissjóðanna eru enn sem komið er ekki háar að krónutölu. Þetta kemur fram í könnun Landssamtaka lífeyrissjóða.

Athugaðar voru greiðslur til 12.100 ellilífeyrisþega í ágúst s.l., sem fá greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Um er að ræða ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn. Rúmlega 7 þúsund bótaþegar voru með um 10.000 kr. ellilífeyrsgreiðslur á mánuði að meðaltali. Greiðslurnar skiptur þannig (hlutfallstölur af heild innan sviga): Undir 10.000 kr. voru alls 3.486 bótaþegar (29%). Milli 10.000 kr. til 20.000 kr. voru 3.627 bótaþegar (30%). Milli 20.000 kr. til 30.000 kr. voru 2.199 bótaþegar (18%). Milli 30.000 kr. til 40.000 kr. voru 1.146 bótaþegar (9,5%). Yfir 40.000 kr. á mánuðu voru 1.634 bótaþegar (13,5%). Taka verður tillit til þess að allt fram til ársins 1990 voru iðgjöld aðeins tekin af dagvinnulaunum en nú eru iðgjöld tekin af öllum launum. Því má búast við að bótafjárhæðir eigi eftir að hækka umtalsvert á næstu árum. Þá er vert að geta þess að samkvæmt lögum um skuldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, þá eru tryggð lágmarksréttindi sem reiknast 56% af þeim mánaðararlaunum sem greitt er af miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalda. Flestir lífeyrissjóðir landsmanna bjóða uppá betri lágmarksréttindi, en tilskilið er samkvæmt lögunum.