Afar slök útkoma hjá AP2-sjóðnum í Svíþjóð.

AP2, sem er næst stærsti lífeyrissjóður Svíþjóðar hefur tilkynnt að eignir sjóðsins hafi lækkað um 15,3% á síðasta ári eða um 16,4 milljarða sænskra króna (139,4 milljarða ísl. kr.).

  

  Í byrjun árs námu eignir AP2-sjóðsins 133,5 milljarðar sænskra króna en lækkuðu niður í 117,1 milljarð sænskra kr. í árslok síðasta árs.

  Það er haft eftir forstjóra AP2-sjóðsins, Lars Idemark, að það sé auðvitað erfitt að þurfa að tilkynna svo mikla neikvæða ávöxtun, sem sé algjörlega ófullnægjandi, en líta þurfti samt til þess að fjárfestingastefna sjóðsins byggist á langtímamarkmiðum, en ekki á skammtímasveiflum á verðbréfamarkaði.

 

Eftir sem áður mun AP2-sjóðurinn hafa það að leiðarljósi að u.þ.b. 60% af eignunum séu í hlutabréfum og u.þ.b. 40% í skuldabréfum.

 

“Allar athuganir sýna að slíkt eignasafn muni ná bestum fjárfestingarárangri, ef litið er til 10 til 15 ára” bætti Idermark við.

 

Um 80% af 22,8 milljörðum sænskra króna í sjóðnum eru í innlendum hlutabréfum og eru þau með virkri stýringu, en afgangurinn 20%, er hins vegar í óvirkri stýringu og tekur mið af þróun hlutabréfavísitölunnar.

 

Erlend hlutabréfaeign AP2-sjóðsins nam 46,1 milljöðrum sænskra króna og hafði lækkað um 24,9% borið saman við 27,0% lækkun MSCI World Index. Skuldabréf sjóðsins lækkuðu líka úr 46,3 millj. í 42,2 milljarða skr.

 

 

 


[Heimild: IPE)