Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn þriðjudaginn 24. maí n.k. kl. 14.30 á Grand Hótel Reykjavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða tvö framsöguerindi. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, fjallar um horfur á verðbréfamarkaði og Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík mun í sinni framsögu ræða um afnám gjaldeyrishaftanna. Rétt til setu á aðalfundi eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða samtakanna.
Horfur á verðbréfamarkaði
Er hægt að tryggja vöxt og viðgang hans á næstu árum?
Þýðing og aðkoma lífeyrissjóða að innlendum verðbréfamarkaði.
Framsögumaður: Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Afnám gjaldeyrishafta
Þýðing afnáms gjaldeyrishaftanna fyrir lífeyrissjóðina og þjóðarbúið.
Hvaða áhrif hefur Icesave á stöðu mála?
Framsögumaður: Friðrik Már Baldursson,
forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.