Aðalfundur LL var haldinn í gær.

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða var haldinn í gær á Grand Hótel Reykjavík. Starfsemi LL var öflug á síðasta kjörtímabili og reksturinn hagkvæmur, sem m.a. kom fram í því að á aðalfundinum voru árgjöld til LL lækkuð um 6,7%. Þórir Hermannsson var endurkjörinn formaður LL.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, fróðlegt erindi um framþróun verðbréfamarkaðarins. Verður væntanlega hægt að nálgast ræðu ráðherrans á heimasíðu LL innan fárra daga. Árni Guðmundsson (Lífeyrissjóður sjómanna), Haukur Hafsteinsson (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins), Víglundur Þorsteinsson (Lífeyrissjóður verzlunarmanna) og Þórunn Sveinbjörnsdóttir (Lífeyrissjóðurinn Framsýn) áttu öll að ganga úr stjórn en voru endurkjörin til næstu tveggja ára. Auk þess eiga sæti í stjórn LL: Arnar Sigurmundsson (Lífeyrissjóður Vestmannaeyja), Friðbert Traustason (Lífeyrissjóður bankamanna), Margeir Daníelsson (Samvinnulífeyrissjóðurinn) og Þórir Hermannsson (Lífeyrissjóðurinn Lífiðn). Að loknum aðalfundi kom hin nýkjörna stjórn LL saman til fundar og var Þórir Hermannsson endurkjörinn formaður LL, Haukur Hafsteinsson, varaformaður og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, ritari.