Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða var haldinn í gær á Hótel Sögu í Reykjavík. Þórir Hermannsson var endurkjörinn formaður LL.
Á fundinum var kosin stjórn LL og tók Friðbert Traustason sæti Þórólfs Árnasonar, sem gaf ekki kost á sér. Á fundinum kynnti Víglundur Þorsteinsson nýjar reglur OECD um stjórnskipan fyrirtækja (corporate governance),en Landssamtök lífeyrissjóða hafa látið þýða reglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stjórnskipan fyrirtækja, sem á ensku nefnist “corporate governance”. Stjórnskipan fyrirtækja felst í því kerfi sem notað er til að stýra og fylgjast með rekstri atvinnufyrirtækja og þá sérstaklega með því að skilgreina réttindi og skyldur þeirra aðila sem koma að viðkomandi fyrirtæki, sérstaklega þó stjórn, stjórnendum og hluthöfum. Með góðri stjórnskipan af þessu tagi er hægt að gera hvoru tveggja, byggja upp traust á verðbréfamarkaðinum og auka trúðverðuleika og arðsemi fyrirtækjanna. Þá fjallaði Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, um nýtt rit, sem hann hefur unnið að á vegum LL og fjallar um íslenska lífeyriskerfið, en ritið kom einmitt út í gær. Verður síðar vikið að helstu efnisþáttum þessa rits á heimasíðu LL. Að loknum aðalfundi kom hin ný kjörna stjórn LL saman til fundar og var Þórir Hermannsson kosinn formaður LL, Haukur Hafsteinsson, varaformaður og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, ritari.