Aðalfundur LL er í dag kl. 15.00.

Fyrsti aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða eftir stofnfund verður haldinn á Hótel Sögu í dag.

Aðalfundurinn er haldinn í A-sal Hótel Sögu,Reykjavík og hefst hann kl. 15.00. Dagskrá fundarins er á þessa leið: Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu starfsári. Staðfesting ársreiknings fyrir árið 1999. Kjör stjórnar. Kjósa skal 4 aðalmenn og 8 varamenn Kjör endurskoðunarstofu. Ákvörðun um þóknun stjórnar. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Ákvörðun um árgjald til LL. Greint frá skipan fulltrúaráðs LL Önnur mál. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum kynnir Víglundur Þorsteinsson nýjar reglur OECD um stjórnskipan fyrirtækja (corporate governance) og Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, mun skýra frá nýju riti, sem hann hefur unnið að á vegum LL og fjallar um íslenska lífeyriskerfið. Fundurinn er opinn stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna og framkvæmdastjórum en að sjálfsögðu er starfsfólk sjóðanna velkomið að fundinn.