Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn 7. maí n.k.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða boðar til aðalfundar samtakanna þriðjudaginn 7. maí n.k. í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16.00. Auk venjulegra aðalfundarstafa mun Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, halda ræða sem ber yfirskriftina “Lífeyrissjóðir á breyttum tímum.”

Rétt til setu á aðalfundi eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða LL. Samkvæmt 6. grein samþykkta LL skal atkvæðamagn hvers lífeyrissjóðs í atkvæðagreiðslu á fundum samtakanna að hundraðshluta vera hið sama og hlutfallsleg skipting inngreiddra árgjalda aðildarsjóða til samtakanna á síðasta almanaksári. Stjórn aðildarsjóðs getur óskað eftir að skipta atkvæðum sjóðsins milli fulltrúa hans á aðalfundi og skal þá tilkynna slíkt til skrifstofu samtakanna tveimur dögum fyrir aðalfund.