Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn 15. maí n.k.

Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. maí n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka Íslands, flytja erindi sem hún nefnir "Þróun og horfur á verðbréfamörkuðum” og Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, mun einnig flytja erindi, sem hann nefnir “Fyrst að safna, svo hægt sé að eyða.”  Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, svo og framkvæmdastjórar þeirra.

 

 

Dagskrá

 

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 15. maí 2008

kl. 14.30 á Grand Hótel Reykjavík.

 

 

      Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara.

      Erindi: “Þróun og horfur á verðbréfamörkuðum”.

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar

Landsbanka Íslands.

      Erindi: “Fyrst er að safna, svo er hægt að eyða.”

Gunnar Baldvinsson kynnir nýtt fyrirkomulag

samtryggingarsjóðs Almenna lífeyrissjóðsins

      Úthlutun rannsóknarstyrks LL

      Aðalfundarstörf

      Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu starfsári.

      Staðfesting ársreiknings.

      Breytingar á samþykktum samtakanna.

      Kjör stjórnar

      Kjör löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu.

      Ákvörðun um þóknun stjórnar.

      Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

      Ákvörðun árgjalds til samtakanna.

      Greint frá skipan fulltrúaráðs LL.

      Önnur mál.

Rétt til setu á aðalfundi eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða samtakanna.