Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn 14. maí n.k.

Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. maí n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í  Reykjavík, flytja erindi sem hann nefnir "Lífeyrissjóðir á krossgötum”.
Fjörutíu ár er liðin um þessar mundir frá því lífeyrissjóðir hins almenna vinnumarkaðir voru settir á laggirnar á grundvelli samkomulags aðila vinnumarkaðarins vorið 1969. Mikil framsýni einkenndi ákvarðanir um skipulag lífeyrissjóðanna og hafa þeir vaxið upp í um 130% af landsframleiðslu eins árs. Ekki er síður mikilvægt að til skamms tíma áttu lífeyrissjóðirnir almennt nægar eignir á móti  skuldbindingum sínum. Þróun þeirra í átt að því að geta tryggt launafólki mannsæmandi lífeyri eftir að starfsævi lýkur er þess vegna langt á veg komin. Í viðsnúningi á fjárhag sjóðanna úr því að vera mjög bágborinn eftir að verðbólgan hafði eytt eignum þeirra reyndist muna mest um verðtrygginguna. Nú glíma sjóðirnir við afleiðingar hrunsins á Íslandi og hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Að því leyti standa þeir á tímamótum og þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika í ljósi nýrra efnahagslegra aðstæðna.


Dagskrá

 

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 14. maí 2009

kl. 14.30 á Grand Hótel Reykjavík.

 

 

      Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara.

      Erindi: “Lífeyrissjóðir á krossgötum.”

Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

      Úthlutun rannsóknarstyrks LL

      Aðalfundarstörf

      Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu starfsári.

      Staðfesting ársreiknings.

      Breytingar á samþykktum samtakanna.

      Kjör stjórnar

      Kjör löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu.

      Ákvörðun um þóknun stjórnar.

      Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

      Ákvörðun árgjalds til samtakanna.

      Önnur mál.

Rétt til setu á aðalfundi eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða samtakanna.