Friðbert Traustason, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða sagði á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í dag að allt stefndi í að árið 2004 yrði áfram hagstætt lífeyrissjóðunum eftir 10% til 11% raunávöxtun á s.l. ári að meðaltali.
Í ræðunni sagði Friðbert m.a.:
1. Þrátt fyrir verulega bætta tryggingafræðilega stöðu eru ekki líkur á að hægt verði að bæta lífeyrisréttindi sjóðfélaga umfram það sem nú er vegna lengri lífaldurs og vaxandi örorkulífeyrisbyrði.
2. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna námu 19,4% af eignum um síðustu áramót.
3. Ávöxtun síðasta árs og það sem af er þessu ári hefur endurheimt tvöfalda neikvæða ávöxtun áranna 2000 til 2002.
4. Nægilegt svigrúm er til fjárfestinga erlendis á næstu árum.
5. Á næsta ári munu heildareignir lífeyrissjóðanna fara yfir 1.000 milljarða króna en í fyrra urðu eignirnar í fyrsta sinn meiri en sem svarar landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar.
Sjá nánar ræðu formanns Landssamtaka lífeyrissjóða Friðberts Traustasonar, á aðalfundinum í dag.