Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn mánudaginn 29. maí n.k. á Hótel Sögu, A-sal. Fundurinn hefst kl. 15.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, fjalla um nýtt rit, sem hann hefur samið um íslenskra lífeyriskerfið.
Rétt til setu á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða samtakanna. Atkvæðamagn hvers lífeyrissjóðs í atkvæðagreiðslu á aðalfundi samtakanna skal að hundraðshluta vera hið sama og hlutfallsleg skipting inngreiddra árgjalda aðildarsjóða til samtakanna á síðasta almanaksári. Stjórn aðildarsjóðs getur óskað eftir að skipta atkvæðum sjóðsins milli fulltrúa hans á aðalfundi og skal þá tilkynna slíkt til skrifstofu samtakanna tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur samtakanna kýs stjórn samtakanna, sem skal skipuð 8 aðalmönnum og 8 til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og skal árlega kjósa helming stjórnarmanna. Varamenn skulu kosnir til eins árs í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.