Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða var haldinn 22. maí sl. á Grand hótel Reykjavík. Á fundinum voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf og varð sú breyting á stjórnarskipan að þau Guðrún Guðmannsdóttir og Þorbjörn Guðmundsson létu af stjórnarstörfum eftir margra ára farsæl stjórnarstörf. Í þeirra stað voru kjörnir til þriggja ára þeir Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Jónasson. Arnaldur Loftsson var kjörin varamaður til þriggja ára og tók við af Jóni G. Kristjánssyni.
Eftir fundinn voru tveir framsögumenn með erindi, þeir Dr. Ásgeir Jónsson og Dr. Hersir Sigurgeirsson. Í erindum sínum röktu þeir m.a. helstu áhrif gjaldeyrishafta á lífeyrissjóðina og lögðu ríka áherslu á að lífeyrissjóðirnir yrðu ekki síðastir í röðinni með að fá að fjárfesta erlendis.
Glærur