Aðalfundur Eignarhaldsfélags lífeyrissjóða um verðbréfaþing ehf.

Stjórn Eignarhaldsfélags lífeyrissjóða um verðbréfaþing ehf. boðar til aðalfundar þriðjudaginn 20. mars n.k. að Grand Hótel, Gallery, Reykjavík, Sigtúni 38, Rvík. Fundurinn hefst kl. 16.00. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 9% arður til hluthafa á árinu 2001.

Eignarhaldsfélag lífeyrissjóða um verðbréfaþing ehf var stofnað 9. desember 1998 af 34 lífeyrissjóðum og Sambandi almennra lífeyrissjóða og Landssambandi lífeyrissjóða. Tilgangur félagsins er að eiga og fara með 13,0% hlutafjár í Verðbréfaþingi Íslands h.f. Hlutafé félagsins nam í árslok 5 m.kr. og skiptist það á 35 hluthafa. Stærstu hluthafar eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Landssamtök lífeyrissjóða. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 9% arður til hluthafa á árinu 2001. Athygli skal vakin á því að kl. 16.30 sama dag hefst aðalfundur Verðbréfaþings Íslands h.f. á Grand Hótel, Reykjavík.