Landssamtök lífeyrissjóða hafa endurskoðað áætlun sína um raunávöxtun sjóðanna í fyrra. Gert er ráð fyrir að raunávöxtunin hafi að meðaltali verið um 11% á síðasta ári stað 10% eins og áður var áætlað. Meðaltalsávöxtun síðustu 10 árin er 5,25% og síðustu 5 árin 3,27%.
Á árunum 1990 til 1998 var meðalávöxtunin milli 6,1% til 7,9% á ári. Árið 1999 var hins vegar raunávöxtunin 12,0%.
Þá tóku við þrjú mögur ár, þ.e. árin 2000 til og með 2002, þegar raunávöxtun sjóðanna var neikvæð frá -0,7% til -3,0%. Hins vegar var árið í fyrra lífeyrissjóðunum afar hagstætt eða áætlun um 11% raunávöxtun og þarf að leita aftur til ársins 1999 til að finna betri ávöxtunartölur.
Neikvæð raunávöxtun 2000 til 2002 dregur niður fimm ára meðaltalið. Þannig var raunávöxtun sjóðanna 1999 til 2003 um 3,27% sem þó er hagstæðarar en meðaltal áranna 1998 til 2002, sem þá var 2,59%.
10 ára meðaltalið, þ.e. vegna áranna 1994 til 2003 nam 5,25%, sem er hagstæðara hlutfall en vegna áranna 1993 til 2002, þegar það var 4,83%. Sveiflunar verða að sjálfsögðu minni þegar tekið er meðaltal lengra aftur í tímann, þ.e. tíu síðustu árin í stað síðustu fimm árin. 10 ára meðtalið er vel ásættanlegt, þegar höfð er hliðsjón af því að gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir nái til langs tíma um 3,5% raunávöxtun á ári að meðaltali.
Sjá einnig meðfylgjandi línurit yfir raunávöxtun sjóðanna 1991 til 2003.