Úrskurðar- og umsagnarnefndin hefur afgreitt aðildarbeiðnir frá 39 lífeyrissjóðum að samkomulagi um samskiptamál sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki gert neina fyrirvara um einstök ákvæði samkomulagsins og nefndin hefur heldur ekki sett fyrirvara vegna annmarka á ákvæðum samþykkta eða laga viðkomandi sjóða.
Úrskurðar- og umsagnarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða, sem starfar samkvæmt 10. gr. samkomulags um samskipti lífeyrissjóða, hefur ennfremur ákveðið, hvernig skuli við framkvæmd samkomulagsins litið á iðgjöld til lífeyrissjóða,sem veita lágmarkstryggingavernd, samkvæmt 4. gr. laga nr. 129/1997, í formi samþættrar sameignar og séreignar. Með vísan til a- og b-liðs gr. 10.2 í samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða hefur úrskurðar- og umsagnarnefndin ákveðið eftirfarandi: 1. Þegar réttur til framreiknings er metinn, sbr. gr. 4.2. í samkomulaginu, og við skiptingu framreiknings og barnalífeyris milli sjóða, sbr. gr. 5.1., 5.4. og 6.4., er með iðgjöldum til lífeyrissjóða, sem veita lágmarkstryggingavernd samkvæmt 4. gr. laga nr. 129/1997 í formi samþættrar sameignar og séreignar átt við iðgjöld til sameignar að viðbættum iðgjöldum til þess hluta séreignar, sem varið skal til lágmarkstryggingaverndar (“skilyrtrar” eða “bundinnar” séreignar). 2. Að öðru leyti en því, sem í 1. lið segir, sbr. m.a. 8. gr. samskiptasamkomulagsins um flutning áunninna stiga, er með iðgjöldum til ofangreindra sjóða eingöngu átt við iðgjöld til sameignar. Eftirtaldir lífeyrissjóðir sem aðild eiga að samkomulaginu samþætta sameign og séreign í lágmarkstryggingaverndinni: Almennur lífeyrissjóður VÍB, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður arkitekta- og tæknifræðinga, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands og Lífeyrissjóðurinn Eining. Eftirtaldir lífeyrissjóðir eiga nú aðild að samkomulagi um samskipatmálin: 1. Almennur lífeyrissjóður VÍB 2. Eftirlaunasjóður Olíuverzlunar Íslands 3. Eftirlaunasjóður slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli 4. Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar A-deild 5. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 6. Íslenski lífeyrissjóðurinn 7. Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga 8. LífeyrissjóðurAkraneskaupstaðar 9. Lífeyrissjóður Austurlands 10. Lífeyrissjóður bankamanna (stigadeild) 11. Lífeyrissjóður Bolungarvíkur 12. Lífeyrissjóður bænda 13. Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands h.f. 14. Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands 15. Lífeyrissjóður lækna 16. Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar 17. Lífeyrissjóður Norðurlands 18. Lífeyrissjóður Rangæinga 19. Lífeyrissjóður sjómanna 20. Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar 21. Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar 22. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogskaupstaðar 23. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, B-deild 24. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild 25. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 26. Lífeyrissjóður Suðurlands 27. Lífeyrissjóður Suðurnesja 28. Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands 29. Lífeyrissjóður Vestfirðinga 30. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 31. Lífeyrissjóður Vesturlands 32. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 33. Lífeyrissjóðurinn Eining 34. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 35. Lífeyrissjóðurinn Hlíf 36. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 37. Sameinaði lífeyrissjóðurinn (ekki valdeild) 38. Samvinnulífeyrissjóðurinn 39.Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Úrskurðar- og umsagnarnefndin er þannig skipuð: Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem er formaður nefndarinnar, Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, varaformaður og Örn Arnþórsson, skrifstofustjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Með nefndinni hafa starfað Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, og Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.