Samkvæmt athugun sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa unnið upp úr ársreikningum lífeyrissjóðanna námu heildareignir sjóðanna um 1.500 milljörðum króna í árslok 2006. Aukningin nam um 23% en eignir sjóðanna mældust um 1.220 milljarðar króna í árslok 2005.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er stærsti sjóðurinn með eignir sem nema rúmlega 282 milljörðum króna. Fast á hæla hans koma Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 240 milljarða eign og Gildi lífeyrissjóður með eignir upp á rúmlega 215 milljarða króna. Alls nema eignir þessara sjóða um 738 milljarða króna eða um 50% af heildareignum sjóðanna.
Eignir 10 stærstu lífeyrissjóðanna er um 1.227 milljarðar króna eða um 82% af heildareignum.
Röð 10 stærstu sjóðanna er þessi:
1. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 282.260 m.kr.
2. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 240.349 m.kr.
3. Gildi lífeyrissjóður 215.411 m.kr.
4. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 88.373 m.kr.
5. Stapi lífeyrissjóður 83.890 m.kr.
(áður Lsj. Norðurlands og Lsj. Austurlands)
6. Almenni lífeyrissjóðurinn 83.243 m.kr.
7. Stafir lífeyrissjóður 74.710 m.kr.
8. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 59.614 m.kr.
9. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 50.925 m.kr.
10. Festa lífeyrissjóður 48.534 m.kr.