Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands námu eignir lífeyrissjóðanna 138.333 m.kr í lok maí s.l., sem er um 23% af heildareignum sjóðanna. Þetta hlutfall er nánast það sama og var í lok síðasta árs.
Í lok síðasta árs námu erlendar eignir lífeyrissjóðanna 126.790 m.kr eða um 22,2% af heildareignum. Eins og kunnugt er geta íslenskir lífeyrisjóðir átt samkvæmt lögum allt að 50% af eignum sínum í erlendum verðbréfum. Í nýlegri skýrslu William M. Mercer er að finna upplýsingar um eignasamsetningu lífeyrissjóða í Evrópu. Þar hefur þróunin einkum verið sú að að lífeyrissjóðir í svokölluðum Evru-löndum hafa breytt eignasamsetningu sinni úr innlendum verðbréfum yfir í verðbréf annarra Evru-landa. Hvað varðar skuldabréfin þá hefur þessi þróun verið mjög einkennandi í Frakklandi og Þýskalandi. Nú er t.d. 39% af eignum þýskra lífeyrissjóða bundin í skuldabréfum annarra Evru-landa og sambærilegt hlutfall fyrir Frakkland er 25%. Ef litið er til hlutabréfanna hefur þessi viðsnúningur úr innlendum hlutabréfum í hlutabréf innan Evru-landa verið sérstaklega áberandi í Írlandi, Spáni og Írlandi. Ef tekið er t.d. dæmi af Írlandi þá var fyrir tveimur árum u.þ.b. 34% af eignum írskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum, - nú er hlutfallið komið niður í 19%. Þó þessi þróun hafi verið fyrirsjáanleg er það mál manna að þessi umskipting hafi verið meiri en almennt var búist við.