15% hækkun á eignum lífeyrissjóða innan EES á árinu 1999.

Samkvæmt könnun EFRP, sem eru samtök lífeyrissjóðasambanda innan Evrópska efnahags- svæðisins, þá hafa eignir lífeyrissjóða innan EES aukist um 15% á árinu 1999 borið saman við árið 1998. Eignirnar aukast einna mest hlutfallslega á Íslandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Luxemborg.

Tafla yfir eignir lífeyrissjóðanna lítur svona út: Allar tölur í milljörðum evra, en margfalda má með 89 kr. hverja evru. Innan sviga er hlutfall viðkomandi lands af heildinni. Austurríki 24.0548 (0.89%) Belgía 14.8668 (0.55%) Bretland 1,250.3794 (46.06%) Danmörk 39.9839 (1.47%) Finnland 12.1936 (0.45%) Frakkland 80.7703 (2.98%) Grikkland 5.0568 (0.19%) Holland 426.5534 (15.71%) Írland 48.5118 (1.79%) ÍSLAND 6.7081 (0.25%) Ítalía 26.2334 (0.97%) Luxemborg 0.0474 (0.00%)(15.71%) Noregur 7.3035 (0.27%) Portúgal 12.3738 (0.46%) Spánn 21.4948 (0.79%) Svíþjóð 121.1022 (4.46%) Sviss 300.0000 (11.05%) Þýskaland 317.2054(11.68%) Samtals 2,714.8394 100.00 Nú sem áður eru fjögur lönd í forystunni, þegar litið er til eigna lífeyrissjóðanna. Þessi lönd eru Bretland, Holland, Sviss og Þýskaland. Rétt er að taka fram að í Þýskalandi, eru eignir lífeyrissjóða innan einstakra fyrirtækja færðar sem varasjóðir í efnahagsreikningi viðkomandi fyrirtækja. Af löndunum fjórum var hækkun eigna mest í Bretlandi milli ára eða yfir 18%.


Heimild: EFRP